November 1st, 2012

Fjör á Haðarstígnum

June 14th, 2012
Get the Flash Player to see the wordTube Media Player.

Valli tók upp þetta video á símann sinn (afsakið gæðin), bara einfalt myndband af krökkunum að leika sér.

Sólin er komin og grundirnar gróa

May 28th, 2012

Þvílík hamingja að fá gott veður, börnin eru úti að leika allann daginn og lundin verður léttari. Í dag fórum við í Laugardalslaugina, Hilmar Búi er ekki alltaf sá hugrakkasti, honum langaði svo að renna sér í rennibrautunum tveimur sem henta honum, hann fór upp en labbaði aftur niður svona 5 sinnum ef ekki oftar og þorði ekki að renna sér. Honum langaði samt svo mikið að renna sér niður. Að lokum hafðist þetta hjá honum og þá ætlaði hann nú aldrei að vilja hætta og hann var svo stoltur af sjálfum sér. Hann sigraðist á sínum ótta og það var ótrúlega flott hjá honum :) Auði fannst agalega gaman undir lokin þegar ég fattaði að hafa hana bara í tröppunum á lauginni og þá gat hún verið sjálfstæðari.  Laugin er of djúp fyrir þau bæði, við verðum að vera duglegri að þjálfa þau upp og auka öryggi þeirra og sjálfstraust í vatninu. Það styttist í brottför mína norður en ég fer næstkomandi sunnudag, best að hugsa ekki neitt um það mál.

allt að effing gerast

May 18th, 2012

ég setti inn nýjar myndir af bjútíbollunum

Við erum enn á lífi

May 18th, 2012

Við erum í foreldrafríi það er ótrúlega notalegt.

Hilmar Búi og Auður eru hjá mömmu og Jóni í sveitinni á meðan erum við Valli fólk aftur. Við Valli fórum út að borða áðan á veitingastaðinn Gandhi og lentum í frekar fyndnu atriði.

Valli spurði þjóninn hvort maturinn væri vegan, það er að segja engar mjólkurvörur né egg. Þjónninn sem var að erlendum uppruna skildi hann ekki alveg svo Valli endur tók Víígan og hann játaði og sagði ok ekkert mál. Þegar við vorum búin að borða kom þjónninn og tók diskana okkar og spurði okkur svo hvort víkingar hafi ekki drukkið eða neytt mjólkurvara. Ég var agalega ánægð með spurninguna og ætlaði að halda fyrirlestur um víkinga en þá hélt hann að valli hafði sagt að hann neytti ekki mjólkurvara því hann væri víkingur.

 

Ahh ég grenjaði af hlátri

 

ælan part two

April 2nd, 2012

Svona til þess að auka skemmtilegheitin þá fengum við Valli þessa blessuðu pest líka.  Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki fyrir mitt litla líf hvernig ég náði að unga heilu barni út fyrir tæpum 16 mánuðum síðan í miðri ælupest ég er svo gjörsamlega búin á því. (Ég er sönn íslensk hetja) :) Þetta er versta pest sem hægt er að fá það er ekki hægt að segja annað. Sem betur fer gat mamma og Jón tekið krakkana í gær annars hefði þau bara verið sjálfala hérna. Ég er búin að vera rúmliggjandi og varla getið staðið í lappirnar.  En nú er allt á uppleið, ég er agalega orkulítil ennþá en ég er farina ð geta borðað sem er stór plús. Nú hlakka ég bara til páskafrísins og vonandi höfum við það bara agalega notalegt án allra veikinda.

Ælan

March 30th, 2012

Í dag er föstudagur, bæði börnin liggja upp í rúmi sofandi, Hilmar Búi er búinn að vera með ælupest í alla nótt og er ferlega slappur og með talsverðan hita. Sem betur fer er hann með ótrúlegt jafnaðargeð drengurinn og tekur þessu öllu furðuvel.  Hann er búinn að sofa stóran hluta af morgninum svo vonandi nær hann þessu úr sér sem fyrst.  Auður er sem betur fer hin hressasta og eiginlega ótrúlega hress.

Það er svo skemmtilegt að fylgjast með henni dafna og þroskast þau systkinin eru svo ólíkar týpur. Auður virðist  ætla að vera opin og ófeimin, mjög ólík okkur foreldrunum, en Hilmar Búi virðist ætla að vera líkari okkur.  Á miðvikudag var danssýning hjá Hilmari Búa, hann fór alveg í mínus og hafði lítinn áhuga á að taka þátt í þessu en Auður hins vegar labbaði að krökkunum og fór að dansa með eins og henni er einni lagið. Hún er líka farin að sýna dúkkunum sínum mikinn áhuga og burðast um hana Kötu sína út um allt, klappar knúsar og kyssir. Aldrei hafði Hilmar Búi neinn áhuga á slíku það voru bara bílar. Auður leikur sér alveg með bíla en tekur ekki miklu ástfóstri við þá líkt og Hilmar Búi gerði á sínum tíma.

 

Nýjar myndir

March 18th, 2012

Jæja ég er loksins búin að setja inn heilan helling af myndum af litlu rúsínubollunum mínum.

 

 

Steranotkun

March 12th, 2012

Ég byrjaði loksins á ofnæmiskúrnum mínum og byrjaði á að taka steratöflur í gær sem eiga að minnka allar langvarandi ofnæmisbólgur.  Þetta er tveggja vikna kúr og þetta er bara ekki gott. Mig langar bara ekkert til þess að taka meira af þessum lyfjum.  Í dag er ég því heima og læt mér líða illa sérstaklega þar sem ég er ekki í vinnunni og finnst ég ömurleg.

Arrg þoli þetta ekki

En Hilmar Búi fór á leikskólann í dag ég vona að þetta sé að klárast hjá honum, hann er samt enn með talsverðan hósta og Auður líka reyndar.

Djöflarnir

February 28th, 2012

Fyrr á þessu ári lést fyrrum skólafélagi minn úr Garðaskóla.  Ég þekkti hann ekki neitt en man vel eftir honum, ekki síst síðar meir á götum bæjarins. Hann ákvað að eyða lífi sínu á götum Reykjavíkurborgar.  Ég heilsaði honum aldrei, ég sagði aldrei neitt við hann samt sem áður finnst mér svo sárt að hann skuli hafi látist fyrir aldur fram.  Ég er ekki að átta mig á því af hverju það veldur mér hugarangri.  Kanski að einstaklingur, skólafélagi geti farið svona með líf sitt sem er nær manni en maður heldur.

Hver hefur sinn djöful að draga þeir eru bara mismunandi stórir og við erum ekki öll jafn sterk.  Annað hvort að sleppa takinu eða halda áfram.

Minn djöfull er oft erfiður við mig og stundum langar mig til þess að sleppa takinu en ég hef gott fólk í kringum mig og er þrjósk.